Krabbameinið

Ég fæ oft spurningar um krabbameinið mitt; hvað það heitir, hvar það er staðsett og hvernig það virkar. Ég ákvað að henda í eina færslu til að svara þessum spurningum og útskýra aðeins hvers konar ævintýri er í gangi í líkamanum mínum. Sennilega er þetta drepleiðinleg færsla fyrir þá sem reka nefið hingað óvart. En fyrir… Halda áfram að lesa Krabbameinið

Þakklætiskrukkan

Um hver áramót set ég mér það markmið að vera jákvæðari. Ég er ekki mikið fyrir að strengja nein heit, aðallega vegna þess að ég ætla mér allan heiminn og eftir viku er ég búin að gleyma því. Það sama á við um markmið mitt að vera jákvæðari. Það byrjar vel en þegar líður á… Halda áfram að lesa Þakklætiskrukkan

Bréf frá óvirkum fíkli

Kæru foreldrar Takk fyrir að vera vond við mig. Takk fyrir að henda mér út mamma. Ég lærði að ég þyrfti að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég neyddist til að endurskoða lifnaðarhátt minn. Jú, ég var bara 16 ára, en þarna var upphafið að raunverulegu erfiðleikunum. Ég fékk að sjá hvernig framtíðin mín yrði… Halda áfram að lesa Bréf frá óvirkum fíkli

Metnaðarfullur dópisti

  Þegar ég var barn vildi ég verða eitthvað. Eitthvað stórt. Að sjálfsögðu var draumurinn að verða næsta Britney Spears og 12 ára söngnám kom mér næstum því þangað, eða hitt þó heldur. Ég elskaði íþróttir og þökk sé mömmu og pabba þá prófaði ég ýmislegt. Ég hélst þó allra lengst í jazzballett og fótbolta, sem… Halda áfram að lesa Metnaðarfullur dópisti

Geðhvarfasýki

Ég gæti skrifað fræðilega og upplýsta grein um geðhvarfasýki. En þannig greinar eru auðfundnar á netinu. Þannig að ég ætla lýsa minni reynslu og minni upplifun, ásamt því að útskýra aðeins á einfaldan hátt. Vonandi veitir það einhverja innsýn í sjúkdóminn fyrir þá sem þurfa á því að halda.